Gætu allt eins hent peningum út um gluggan eins og að fá Darrel Lewis aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 11:30 Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00
Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00
Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30