John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2017 10:58 John Oliver og Dustin Hoffman tókust á. Vísir/Getty Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásaknir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn tveimur konum. Oliver mætti á sérstaka hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Wag the Dog þar sem hann spurði Hoffman spjörunum úr. Sýningin var haldin í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að kvikmyndin kom út en Hoffman lék eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Áður en myndin var sýnd sátu Hoffman og aðrir aðstandendur myndarinnar, þar á meðal Robert de Niro, fyrir svörum sýningargesta. Meðal þeirra var John Oliver, en ítarlega er fjallað um orðaskipti þeirra á vef Deadline. Eftir að leikararnir og aðrir aðstandendur höfðu svarað spurningum um myndina í um tuttugu mínútur greip John Oliver orðið og spurði þá sem sátu í pallborði hvað þeir hefðu að segja um allar þær ásakanir sem settar hafa verið fram gagnvart valdamiklum mönnum í Hollywood um kynferðislega áreitni. Hoffman er einn þeirra en hann hefur verið sakaður um sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985, sem og kynferðislega áreitni gegn framleiðenda á vinnufundi árið 1991 Ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningum Oliver Þegar röðin kom að Hoffman spurði Oliver nánar út í þá yfirlýsingu sem Hoffman gaf út vegna ásökunarinnar, þar sem hann sagði að sú hegðun sem hann hafi verið sakaður um endurspeglaði ekki hans innri mann. Spurði Oliver hvort að Hoffman þætti nægjanlegt að gefa út eina yfirlýsingu vegna málsins. „Til að byrja með, þá gerðist þetta ekki eins og hún segir að þetta hafi gerst,“ sagði Hoffman sem sagði að yfirlýsing sín vegna málsins hafi verið mistúlkuð. Oliver tók þá orðið af Hoffman og gagnrýndi sérstaklega þann hluta yfirlýsingarinnar þar sem Hoffman sagði að hegðunin endurspeglaði ekki hans innri mann. „Það er þessi hluti viðbragða þinna sem fer í taugarnar á mér. Þetta endurspeglar þinn innri mann og þú hefur ekki sett neitt fram sem sýnir fram á á að þetta hafi ekki gerst,“ sagði Oliver. Hoffman skaut þá strax til baka og sagði að Oliver hefði ekki verið á staðnum. „Sem betur fer,“ sagði Oliver þá og tók salurinn andköf en hiti virtist hafa færst í orðaskipti á milli Hoffman og Oliver. Hoffman virtist ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningu Oliver. Þáttastjórnandinn virtist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því og sagði að hann hefði látið skipuleggjendur vita að hann hyggðist mæta til þess að spyrja þessara spurninga. „Þú ert að stilla mér upp til sýnis,“ sagði Hoffman um spurningar Oliver og virtist hann vera bálreiður án þess þó að hækka málróminn. Sagði hann að Oliver væri að rétta yfir honum án dóms og laga. „Það er ekki sakleysi uns sekt er sönnuð.“ Reyndi Hoffman að setja ásakanirnar í samhengi við tíðarandann á níunda áratugnum þar sem á tökustöðum hafi oft á tíðum ríkt mikil kynferðisleg spenna, án þess að neitt illt væri meint með því. „Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu svari,“ sagði Oliver þá. „Hvernig svar viltu fá?,“ svaraði Hoffman um hæl sem virtist reiðast enn frekar þegar Oliver fór að vitna í ásakanir konunar á hendur Hoffman. „Trúir þú þessu sem þú ert að lesa,“ sagði Hoffman en Oliver sagðist ekki hafa nein ástæðu til þess að gruna hana um græsku. Tootsie er ein af frægustu hlutverkum Dustin HoffmanVísir/Getty Þrúgandi andrúmsloft Andrúmsloftið í salnum var þrúgandi og þeir sem voru upp á sviði með Hoffman veigruðu sér flestir við taka þátt í umræðunum. Sumir gestir yfirgáfu salinn á meðan aðrir hvöttu Oliver áfram. Þegar Jane Rosenthal, framleiðandi myndarinnar, blandaði sér í umræðurnar virtust öldurnar lægjast. Allt fór þá á stað skömmmu síðar þegar Hoffman kom aftur inn á sömu umræðu. „Þessi ummæli eru núna orðinn að sannleika,“ sagði Hoffman bálreiður. „Og þegar maður reynir að verjast, þá er maður sjálfkrafa sekur.“ Þá lokaði Hoffman umræðunni með því að lýsa því hvernig hafi verið að leika í kvikmyndinni Tootsie, þar sem Hoffman er í gervi konu. Þar segist hann þurft að vera löngum tímum í karakter, í búningnum og þar hafi hann orðið fyrir kvenhatri. „Hvernig gat ég gert þá mynd ef ég bæri ekki óendanlega virðingu fyrir konum,“ sagði Hoffman. Byggt á umfjöllun Deadline um orðaskakið á milli Hoffman og Oliver MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásaknir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn tveimur konum. Oliver mætti á sérstaka hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Wag the Dog þar sem hann spurði Hoffman spjörunum úr. Sýningin var haldin í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að kvikmyndin kom út en Hoffman lék eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Áður en myndin var sýnd sátu Hoffman og aðrir aðstandendur myndarinnar, þar á meðal Robert de Niro, fyrir svörum sýningargesta. Meðal þeirra var John Oliver, en ítarlega er fjallað um orðaskipti þeirra á vef Deadline. Eftir að leikararnir og aðrir aðstandendur höfðu svarað spurningum um myndina í um tuttugu mínútur greip John Oliver orðið og spurði þá sem sátu í pallborði hvað þeir hefðu að segja um allar þær ásakanir sem settar hafa verið fram gagnvart valdamiklum mönnum í Hollywood um kynferðislega áreitni. Hoffman er einn þeirra en hann hefur verið sakaður um sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985, sem og kynferðislega áreitni gegn framleiðenda á vinnufundi árið 1991 Ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningum Oliver Þegar röðin kom að Hoffman spurði Oliver nánar út í þá yfirlýsingu sem Hoffman gaf út vegna ásökunarinnar, þar sem hann sagði að sú hegðun sem hann hafi verið sakaður um endurspeglaði ekki hans innri mann. Spurði Oliver hvort að Hoffman þætti nægjanlegt að gefa út eina yfirlýsingu vegna málsins. „Til að byrja með, þá gerðist þetta ekki eins og hún segir að þetta hafi gerst,“ sagði Hoffman sem sagði að yfirlýsing sín vegna málsins hafi verið mistúlkuð. Oliver tók þá orðið af Hoffman og gagnrýndi sérstaklega þann hluta yfirlýsingarinnar þar sem Hoffman sagði að hegðunin endurspeglaði ekki hans innri mann. „Það er þessi hluti viðbragða þinna sem fer í taugarnar á mér. Þetta endurspeglar þinn innri mann og þú hefur ekki sett neitt fram sem sýnir fram á á að þetta hafi ekki gerst,“ sagði Oliver. Hoffman skaut þá strax til baka og sagði að Oliver hefði ekki verið á staðnum. „Sem betur fer,“ sagði Oliver þá og tók salurinn andköf en hiti virtist hafa færst í orðaskipti á milli Hoffman og Oliver. Hoffman virtist ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningu Oliver. Þáttastjórnandinn virtist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því og sagði að hann hefði látið skipuleggjendur vita að hann hyggðist mæta til þess að spyrja þessara spurninga. „Þú ert að stilla mér upp til sýnis,“ sagði Hoffman um spurningar Oliver og virtist hann vera bálreiður án þess þó að hækka málróminn. Sagði hann að Oliver væri að rétta yfir honum án dóms og laga. „Það er ekki sakleysi uns sekt er sönnuð.“ Reyndi Hoffman að setja ásakanirnar í samhengi við tíðarandann á níunda áratugnum þar sem á tökustöðum hafi oft á tíðum ríkt mikil kynferðisleg spenna, án þess að neitt illt væri meint með því. „Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu svari,“ sagði Oliver þá. „Hvernig svar viltu fá?,“ svaraði Hoffman um hæl sem virtist reiðast enn frekar þegar Oliver fór að vitna í ásakanir konunar á hendur Hoffman. „Trúir þú þessu sem þú ert að lesa,“ sagði Hoffman en Oliver sagðist ekki hafa nein ástæðu til þess að gruna hana um græsku. Tootsie er ein af frægustu hlutverkum Dustin HoffmanVísir/Getty Þrúgandi andrúmsloft Andrúmsloftið í salnum var þrúgandi og þeir sem voru upp á sviði með Hoffman veigruðu sér flestir við taka þátt í umræðunum. Sumir gestir yfirgáfu salinn á meðan aðrir hvöttu Oliver áfram. Þegar Jane Rosenthal, framleiðandi myndarinnar, blandaði sér í umræðurnar virtust öldurnar lægjast. Allt fór þá á stað skömmmu síðar þegar Hoffman kom aftur inn á sömu umræðu. „Þessi ummæli eru núna orðinn að sannleika,“ sagði Hoffman bálreiður. „Og þegar maður reynir að verjast, þá er maður sjálfkrafa sekur.“ Þá lokaði Hoffman umræðunni með því að lýsa því hvernig hafi verið að leika í kvikmyndinni Tootsie, þar sem Hoffman er í gervi konu. Þar segist hann þurft að vera löngum tímum í karakter, í búningnum og þar hafi hann orðið fyrir kvenhatri. „Hvernig gat ég gert þá mynd ef ég bæri ekki óendanlega virðingu fyrir konum,“ sagði Hoffman. Byggt á umfjöllun Deadline um orðaskakið á milli Hoffman og Oliver
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08