Katalónskum ráðherrum sleppt úr gæsluvarðhaldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Marcel Padros, gjaldkeri katalónska þingsins, greiddi tryggingu ráðherranna. Nordicphotos/AFP Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26