Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:00 Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira