Íslenski boltinn

Ragnar Leósson er kominn heim

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Við undirritun samningsins í dag
Við undirritun samningsins í dag mynd/ía
Ragnar Leósson er genginn til liðs við ÍA fyrir átökin í Inkasso deildinni komandi sumar. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Ragnar skrifaði undir tveggja ára samning við Skagaliðið í dag, en hann er uppalinn á Akranesi.

Hann spilaði síðast fyrir Leikni R., en hefur einnig spilað fyrir ÍBV, Fjölni og HK.

Ragnar á að baki 185 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 27 mörk.

„Ég er bara ánægður með að vera kominn heim, spennandi tímar framundan að gerast á Skaganum og ég hlakka til að vera með,“ sagði Ragnar í tilkynningunni.

ÍA féll úr Pepsi deildinni síðasta sumar, eftir að hafa verið á botni deildarinnar lengst af tímabilinu.

„Mér líst mjög vel á þennan leikmann, er Skagamaður í húð og hár, vinnusamur og öflugur miðjumaður sem kemur með gæði inn í liðið. Hann er vel spilandi á boltann auk þess sem þessi strákur er frábær innan vallar sem utan og er styrkur fyrir okkar lið,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×