Einar Árni: Fannst Óli Ragnar stela senunni Gunnar Gunnarsson skrifar 1. desember 2017 21:58 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn