Einar Árni: Fannst Óli Ragnar stela senunni Gunnar Gunnarsson skrifar 1. desember 2017 21:58 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15