Erlent

Konung­leg skírn í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Filippus, Sofía, og Karl Gústaf Svíakonungur fylgjast með Gabríel prins fyrr í dag.
Karl Filippus, Sofía, og Karl Gústaf Svíakonungur fylgjast með Gabríel prins fyrr í dag. Vísir/AFP

Gabríel prins, sonur Karls Filippusar Svíaprins og Sofía prinsessu, var skírður í Hallarkirkju Drottningholm-hallar í Stokkhólmi í dag.



Estelle, frænka Gabríels og dóttir Viktoríu krónprinsessu, var falið það verkefni að hella vatni í skírnarfontinn.



Prinsinn virtist ekkert sérlega ánægður með athöfnina og heyrðist á tímabili meira í honum en erkibiskupnum Anders Wejryd sem fór fyrir athöfninni. Prinsinn þagnaði þó þegar hann var aftur kominn í öruggan faðm móður sinnar.



Prinsinn fékk nafnið Gabríel Karl Walther og hefur hann fengið titilinn hertogi af Dölunum. Hann er sjötti í röðinni til að erfa sænsku krúnuna.



Gústaf Adolf var sá sem fyrst klæddist skírnarkjólnum sem Gabríel bar í dag, en það gerði hann í skírn sinni árið 1906.



Gabríel kom í heiminn þann 31. ágúst síðastliðinn. Hann er yngri bóðir Alexanders sem kom í heiminn í apríl 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×