Leikmaður Hattar fer frjálslega með sannleikann í erlendum miðlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 10:00 Andrée Michelsson í leik gegn Haukum. vísir/anton Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, virðist fara frjálslega með staðreyndir í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. Þar segist hann m.a. vera með betri tölfræði en hann er raunverulega með og segir að hann ætli að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Andrée, sem á íslenska móður, kom hingað til lands síðasta vetur og lék með Snæfelli. Hólmarar féllu úr Domino's deildinni og þá söðlaði Andrée um og gekk til liðs við nýliða Hattar. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Hattarmönnum á tímabilinu og þeir hafa tapað öllum 11 deildarleikjum sínum. Snæfell vann heldur ekki leik á síðasta tímabili og Andrée hefur því aldrei fagnað sigri í deildarleik hér á landi. Í viðtalinu segist Andrée hafa spilað vel á tímabilinu. Hann sé að spila með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, eins og í NBA-deildinni. Tveir leikmenn í Domino‘s-deildinni, Stanley Robinson hjá Keflavík og KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, voru báðir á mála hjá NBA-liðum en spiluðu aldrei með þeim í deildinni. Þá hefur Jón Arnór ekkert spilað með KR í vetur vegna meiðsla. Andrée segir að Höttur hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum áður en hann kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Ekki er ljóst hvað Andrée á við þarna. Höttur hefur bara mætt KR í deildinni en féll hins vegar úr leik fyrir 1. deildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Andrée segir því næst frá góðri frammistöðu sinni í naumu tapi fyrir KR. Hann segist hafa skorað mest í leiknum og verið með 20 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Andrée skoraði 20 stig í leiknum en var ekki stigahæstur í liði Hattar. Þá tók hann fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en ekki sjö fráköst og sjö stoðsendingar eins og hann segir í viðtalinu. Andrée er svo spurður hvaða tölum hann sé að skila að meðaltali í leik á tímabilinu. Hann svarar 14 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Samkvæmt heimasíðu KKÍ er Andrée með 9,5 stig, 1,3 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðatali í leik.Tölfræði Andrée Michelsson í vetur.mynd/skjáskot af vef KKÍBlaðamaður Lokaltidningen spyr Andrée svo út í framtíðina en Andrée vonast til þess að hann verði að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Hér eftir má lesa þýðingu á viðtalinu við Andrée, sem birtist í Lokaltidningen í Malmö: Fyrrum leikmaður Malbas, hinn efnilegi Andrée Michaelsson leikur nú á sínu öðru tímabili á Íslandi. Fyrir þetta tímabil skipti hann um lið og gekk til liðs við nýliða Hattar sem leika í efstu deild. Í fyrra fékk Andrée Michaelsson, sem nú er heima í Videdal að halda upp á jólin, sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá íslenska liðinu Snæfelli. Liðið féll úr efstu deild og Andrée skrifaði undir samning við nýliða Hattar. Ástæða þess að íslenska deildin varð fyrir valinu er sú að mamma hans er íslensk og hann er með tvöfalt ríkisfang. „Hvert lið má aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn og ég telst ekki sem slíkur þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Liðunum finnst það vera plús.“ Hvernig gengur hjá þér? „Mjög vel. Ég leik með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, líkt og NBA. Ég fæ að spila mikið, er að spila vel og bæta minn leik mikið. Ég er bara 20 ára en fæ tækifæri til að leika með virkilega góðum leikmönnum sem eru eldri en ég. Við féllum úr leik í 8-liða úrslitum áður en ég kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Við töpuðum bara með 8 stigum. Ég skoraði mest í leiknum og var með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.“ Hvert er meðaltalið þitt í leik á tímabilinu? „14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.“ Þú fékkst tilboð frá Ítalíu, Makedóníu, Þýskalandi og Kósovó en valdir að vera áfram í íslensku deildinni. Af hverju? „Mér leist betur á að vera eitt ár í viðbót og halda áfram að þróa minn leik. Það gerist oft að ungir leikmenn koma inn í bestu liðin of snemma. Hér get ég náð mér í meiri reynslu áður en ég tek næsta skref.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég tek eitt tímabil í einu. Vonandi spila ég í einu af bestu liðum heims eftir 2 ár. Ég sé það ekki sjálfur en fólki finnst ég vera að spila vel og hefur trú á mér. Þannig að ég held áfram að leggja hart að mér og þróa minn leik.“ Hvernig er að búa á Íslandi? „Mér líður vel. Ég bý einn í þriggja herbergja íbúð þannig að það getur stundum verið svolítið einmanalegt. Ég æfi tvisvar á dag. Ég vakna klukkan 6 til að æfa klukkan 7. Síðan æfi ég aftur frá 16-18.“Uppfært 14:15Í samtali við Vísi segir Andrée að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtalinu við Lokaltidningen.Nánar má lesa um það með því að smella hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, virðist fara frjálslega með staðreyndir í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. Þar segist hann m.a. vera með betri tölfræði en hann er raunverulega með og segir að hann ætli að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Andrée, sem á íslenska móður, kom hingað til lands síðasta vetur og lék með Snæfelli. Hólmarar féllu úr Domino's deildinni og þá söðlaði Andrée um og gekk til liðs við nýliða Hattar. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Hattarmönnum á tímabilinu og þeir hafa tapað öllum 11 deildarleikjum sínum. Snæfell vann heldur ekki leik á síðasta tímabili og Andrée hefur því aldrei fagnað sigri í deildarleik hér á landi. Í viðtalinu segist Andrée hafa spilað vel á tímabilinu. Hann sé að spila með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, eins og í NBA-deildinni. Tveir leikmenn í Domino‘s-deildinni, Stanley Robinson hjá Keflavík og KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, voru báðir á mála hjá NBA-liðum en spiluðu aldrei með þeim í deildinni. Þá hefur Jón Arnór ekkert spilað með KR í vetur vegna meiðsla. Andrée segir að Höttur hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum áður en hann kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Ekki er ljóst hvað Andrée á við þarna. Höttur hefur bara mætt KR í deildinni en féll hins vegar úr leik fyrir 1. deildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Andrée segir því næst frá góðri frammistöðu sinni í naumu tapi fyrir KR. Hann segist hafa skorað mest í leiknum og verið með 20 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Andrée skoraði 20 stig í leiknum en var ekki stigahæstur í liði Hattar. Þá tók hann fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en ekki sjö fráköst og sjö stoðsendingar eins og hann segir í viðtalinu. Andrée er svo spurður hvaða tölum hann sé að skila að meðaltali í leik á tímabilinu. Hann svarar 14 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Samkvæmt heimasíðu KKÍ er Andrée með 9,5 stig, 1,3 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðatali í leik.Tölfræði Andrée Michelsson í vetur.mynd/skjáskot af vef KKÍBlaðamaður Lokaltidningen spyr Andrée svo út í framtíðina en Andrée vonast til þess að hann verði að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Hér eftir má lesa þýðingu á viðtalinu við Andrée, sem birtist í Lokaltidningen í Malmö: Fyrrum leikmaður Malbas, hinn efnilegi Andrée Michaelsson leikur nú á sínu öðru tímabili á Íslandi. Fyrir þetta tímabil skipti hann um lið og gekk til liðs við nýliða Hattar sem leika í efstu deild. Í fyrra fékk Andrée Michaelsson, sem nú er heima í Videdal að halda upp á jólin, sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá íslenska liðinu Snæfelli. Liðið féll úr efstu deild og Andrée skrifaði undir samning við nýliða Hattar. Ástæða þess að íslenska deildin varð fyrir valinu er sú að mamma hans er íslensk og hann er með tvöfalt ríkisfang. „Hvert lið má aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn og ég telst ekki sem slíkur þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Liðunum finnst það vera plús.“ Hvernig gengur hjá þér? „Mjög vel. Ég leik með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, líkt og NBA. Ég fæ að spila mikið, er að spila vel og bæta minn leik mikið. Ég er bara 20 ára en fæ tækifæri til að leika með virkilega góðum leikmönnum sem eru eldri en ég. Við féllum úr leik í 8-liða úrslitum áður en ég kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Við töpuðum bara með 8 stigum. Ég skoraði mest í leiknum og var með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.“ Hvert er meðaltalið þitt í leik á tímabilinu? „14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.“ Þú fékkst tilboð frá Ítalíu, Makedóníu, Þýskalandi og Kósovó en valdir að vera áfram í íslensku deildinni. Af hverju? „Mér leist betur á að vera eitt ár í viðbót og halda áfram að þróa minn leik. Það gerist oft að ungir leikmenn koma inn í bestu liðin of snemma. Hér get ég náð mér í meiri reynslu áður en ég tek næsta skref.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég tek eitt tímabil í einu. Vonandi spila ég í einu af bestu liðum heims eftir 2 ár. Ég sé það ekki sjálfur en fólki finnst ég vera að spila vel og hefur trú á mér. Þannig að ég held áfram að leggja hart að mér og þróa minn leik.“ Hvernig er að búa á Íslandi? „Mér líður vel. Ég bý einn í þriggja herbergja íbúð þannig að það getur stundum verið svolítið einmanalegt. Ég æfi tvisvar á dag. Ég vakna klukkan 6 til að æfa klukkan 7. Síðan æfi ég aftur frá 16-18.“Uppfært 14:15Í samtali við Vísi segir Andrée að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtalinu við Lokaltidningen.Nánar má lesa um það með því að smella hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57