„Ég veit það ekki, það er ekki nema klukkutími í nóttina,“ segir Svali Björgvinsson sem situr í samninganefnd Icelandair í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins.
Sáttafundur hófst klukkan fjögur í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag og stendur enn yfir. Spurður hvort að fundað yrði fram á nótt er Svali ekki með á hreinu þessari stundu hversu lengi þessi sáttafundur mun standa yfir.
„Við verðum allavega eitthvað hérna áfram, allavega fram í myrkur,“ segir Svali léttur í bragði.
Síðasti fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist.
„Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu,“ svarar Svali þegar hann er spurður hvort eitthvað hafi þokast í átt að samningum.
Verkfall flugvirkja hófst í gærmorgun og hefur nú haft áhrif á fjölmarga farþega Icelandair sem þurft hefur að fresta fjölmörgum flugferðum vegna verkfallsins.
