Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 19:32 Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Vísir/Eyþór „Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45