Lífið

Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995

Stefán Árni Pálsson skrifar
Priestley var ein af hetjunum í Beverly Hills 90210.
Priestley var ein af hetjunum í Beverly Hills 90210.

Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu.



Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega.



Sorvino tjáir sig um málið á Twitter og þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilnina. Því næst kemur leikkonan Tara Strong inn í umræðuna og greinir frá því að Jason Priestley, sem sló í gegn í þáttunum Beverly Hills 90210, hafi kýlt Weinstein í teiti Miramax árið 1995, og það í andlitið.



„Í Golden Globe partýinu hjá Miramax árið 1995 lenti ég saman við Harvey. Hann sagði við mig að ég þyrfti að yfirgefa teitið. Ég ákvað því að fara og þá reif hann í mig og spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera,“ segir Priestley á Twitter og segist ekkert hafa skilið upp né niður í manninum. Að lokum sagði Harvey við hann; „Eigum við ekki bara að fara út og ræða málin?“



Þá sagði Priestley einfaldlega; „Ég er ekki að fara neitt með þér.“ Leikarinn ýtti því næst Weinstein frá sér og kýldi hann í andlitið.



Hér að neðan má sjá umræðuna á Twitter.


Tengdar fréttir

Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn

Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×