Framlög lækka þvert á stjórnarsáttmálann Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:45 Áfangastaðaáætlun landshlutasamtaka er í uppnámi verði ekki brugðist við lækkandi fjárframlagi ríkis. VÍSIR/ERNIR Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira