Kolefnisröfl á mannamáli Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar