Seinfærir foreldrar – viðeigandi aðstoð samkvæmt Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks María Hreiðarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun