Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2017 20:45 Frá Hrafnseyrarheiði. Séð til suðurs til Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30