Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Þórdís Valsdóttir skrifar 16. desember 2017 12:06 Mira Sorvino skaust upp á stjörnuhimininn árið 1995 þegar hún vann til verðlauna eftir leik sinn í Woody Allen myndinni Mighty Aphrodite. Hún hefur sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og telur hann hafa valdið því að ferill hennar fór út af sporinu. Vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Hann segir að fulltrúar Miramax, framleiðslufyrirtæki bræðranna, hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Mira Sorvino og Ashley Judd hafa báðar sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni en Jackson segir að hann hafi haft áhuga á því að ráða þær báðar til að leika í Lord of the Rings þríleiknum sem hann leikstýrði. Upprunalega átti Miramax að framleiða þríleikinn en svo varð ekki. „Á þessum tíma hafði ég enga ástæðu til að draga í efa það sem þeir sögðu mér, en eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því að líklega var þetta rógsherferð Miramax í fullum gangi,“ segir Jackson. Hann segir að í kjölfar þessara upplýsinga frá Miramax hafi nöfn þeirra beggja verið tekin út af leikaravalslista fyrirtækis hans. Sorvino brást við ummælum Jackson og tjáði sig um málið á Twitter reikningi sínum. „Ég var að sjá þetta eftir að ég vaknaði, ég brast í grát. Þarna er staðfesting um að Harvey Weinstein hafi sett feril minn út af sporinu, nokkuð sem mig grunaði en ég var óviss um. Takk Peter Jackson fyrir að vera hreinskilinn. Ég er niðurbrotin.“ Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein.Vísir/Getty Neitar ásökunum enn og aftur Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Hann gaf út yfilýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir þess efnis að hann hafi sett konurnar á svartan lista séu ekki sannar. Þar segir hann Miramax hafi ekki komið nálægt leikaravali fyrir Lord of the Rings. Hann segir einnig að Ashley Judd hafi verið valin í hlutverk í tveimur kvikmyndum á hans vegum og að Sorvino hafi alltaf komið til greina í hans kvikmyndum. Peter Jackson segir að fullyrðingar Weinstein bræðranna um leikkonurnar hafi orðið til þess að þær komu ekki til greina fyrir hlutverk í þríleiknum. Jackson hefur ekki unnið með Weinstein síðan. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Hann segir að fulltrúar Miramax, framleiðslufyrirtæki bræðranna, hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Mira Sorvino og Ashley Judd hafa báðar sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni en Jackson segir að hann hafi haft áhuga á því að ráða þær báðar til að leika í Lord of the Rings þríleiknum sem hann leikstýrði. Upprunalega átti Miramax að framleiða þríleikinn en svo varð ekki. „Á þessum tíma hafði ég enga ástæðu til að draga í efa það sem þeir sögðu mér, en eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því að líklega var þetta rógsherferð Miramax í fullum gangi,“ segir Jackson. Hann segir að í kjölfar þessara upplýsinga frá Miramax hafi nöfn þeirra beggja verið tekin út af leikaravalslista fyrirtækis hans. Sorvino brást við ummælum Jackson og tjáði sig um málið á Twitter reikningi sínum. „Ég var að sjá þetta eftir að ég vaknaði, ég brast í grát. Þarna er staðfesting um að Harvey Weinstein hafi sett feril minn út af sporinu, nokkuð sem mig grunaði en ég var óviss um. Takk Peter Jackson fyrir að vera hreinskilinn. Ég er niðurbrotin.“ Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein.Vísir/Getty Neitar ásökunum enn og aftur Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Hann gaf út yfilýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir þess efnis að hann hafi sett konurnar á svartan lista séu ekki sannar. Þar segir hann Miramax hafi ekki komið nálægt leikaravali fyrir Lord of the Rings. Hann segir einnig að Ashley Judd hafi verið valin í hlutverk í tveimur kvikmyndum á hans vegum og að Sorvino hafi alltaf komið til greina í hans kvikmyndum. Peter Jackson segir að fullyrðingar Weinstein bræðranna um leikkonurnar hafi orðið til þess að þær komu ekki til greina fyrir hlutverk í þríleiknum. Jackson hefur ekki unnið með Weinstein síðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12