Geirmundur dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2017 16:48 Geirmundur Kristinsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík. Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára. Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára.
Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27