Aðkallandi að tvær sjúkraflugvélar séu til taks Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:30 Fjölgun flutninga sjúklinga í lofti kallar á nýja sjúkraflugvél. Ekkert bendir til þess að dragi úr sjúkraflugi á næstu árum. Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutningamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári.Ólafur Stefánsson„Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutninga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkraflugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutningamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári.Ólafur Stefánsson„Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutninga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkraflugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira