Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:59 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00