Innlent

Bergþór verður formaður umhverfis- og samgöngunefndar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bergþór er fæddur á því herrans ári 1975.
Bergþór er fæddur á því herrans ári 1975.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi flokksins í dag. Fyrir lá að formaður nefndarinnar myndi koma úr röðum Miðflokksins. Nefndin er ein þriggja sem stjórnarandstöðunni bauðst af átta fastanefndum Alþingis.

Bergþór er þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann var áður í Sjálfstæðisflokknum og var um skeið aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. 

Eitt af baráttumálum Bergþórs í pólitík er staðsetning Landspítalans en hann er harður á að byggja þurfi nýjan spítala á nýjum stað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×