Sport

Forsíða Sports Illustrated lýsir NFL-tímabilinu með einu orði: Blóðbað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Forsíða Sports Illustrated.
Forsíða Sports Illustrated. Mynd/Sports Illustrated
Alvarleg meiðsli leikmanna eru næstum því daglegt brauð í ameríska fótboltanum og ástandið hefur líklega aldrei verið jafnslæmt og á því tímabili sem nú stendur yfir í NFL-deildinni.

Það sem vekur kannski meiri athygli á öllum meiðslunum er hversu margar stórstjörnur deildarinnar hafa meiðst illa á þessari leiktíð. Nú síðast meiddist Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles.

 

Carson Wentz þótti koma sterklega til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins enda að spila frábærlega og liðið hans á toppnum.

Wentz sleit krossband um síðustu helgi og missir því af restinni af tímabilinu þar sem leit út fyrir að hann ætlaði að leiða liðið sitt alla leið í Super Bowl leikinn.

Wentz er hinsvegar langt frá því að vera eina stórstjarnan sem hefur dottið út vegna meiðsla í vetur.

Bandaríska íþróttatímaritið Sports Illustrated fjallaði ítarlega um öll meiðslin í NFL-deildinni og sló greininni upp á forsíðunni.

Á forsíðu blaðsins er NFL-tímabilinu lýst með einu orði sem er „blóðbað“. Myndin á forsíðunni er síðan teikning af öllum stórstjörnunum sem hafa meiðst illa á leiktíðinni. Forsíðu Sports Illustrated má sjá hér fyrir neðan.







Hér fyrir neðan má einnig finna tengil á listann yfir hvenær stórstjörnurnar meiddust og hvernig. Eins og sjá má þar þá er þetta enginn smálisti.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×