Skoða greiðsluþátttöku vegna ferðalaga til læknis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. desember 2017 20:30 Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira