Afhentu fjölskyldum átta langveikra barna 233 þúsund króna styrki í Lindakirkju Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:51 Frá afhendingu styrkjanna í Lindakirkju í Kópavogi fyrr í dag. Vísir/Stefán Karlsson Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan: Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan:
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira