Brady biður þjálfara sinn afsökunar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. desember 2017 10:30 Brady og McDaniels á góðri stund. Vísir / Getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira