6,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 17:03 Uppsögnin olli mikilli ólgu í FV á sínum tíma. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24