Sjö milljónir króna til „ýmissa verkefna“ Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 10:50 Ólafur Ragnar, eiginkona hans Dorrit Moussaieff, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“ Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira