Ný nemakort Strætó veita aðgang að bílum Zipcar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 11:45 Nemakortið kostar 28.600 krónur. Strætó Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Samgöngur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.
Samgöngur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira