Þjálfari Cleveland ætlar að hoppa ofan í Erie-vatn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. desember 2017 11:45 Þetta verður kaldur sundsprettur hjá Jackson. vísir/getty Þó svo NFL-liðið Cleveland Browns geti nákvæmlega ekki neitt þá verður að gefa þjálfara liðsins, Hue Jackson, það að hann stendur við stóru orðin. Á síðustu leiktíð vann Cleveland aðeins einn leik en tapaði fimmtán. Þá sagði Jackson að ef liðið myndi aftur enda 1-15 þá ætlaði hann að hoppa út í Erie-vatn sem er asskoti kalt. Ekki síst á þessum árstíma. Cleveland hefur tapaði öllum fimmtán leikjum sínum á tímabilinu og getur því besta falli jafnað sinn ömurlega árangur frá því í fyrra. Ef liðið tapar gegn Pittsburgh um helgina þá gæti Jackson tæknilega sloppið við að standa við stóru orðin en það mun hann ekki gera. „Hver ætlar að hoppa út í vatnið með mér?“ var það fyrsta sem Jackson sagði við blaðamenn á fundi í gær. „Ég lofaði þessu og verð að standa við það. Þetta er ekkert flókið. Maður hoppar bara ofan í. Vonandi mætir fullt af fólki að horfa á og við gerum þetta að skemmtilegum viðburði. Ég er ekki hrifinn af því að þurfa að gera þetta og ástæðan er ekki góð. Ég verð samt að standa við það sem ég segi.“ Þarna er loksins kominn viðburður sem getur skemmt stuðningsmönnum Browns en ætla má að þetta verði síðasta verk Jackson hjá félaginu. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Þó svo NFL-liðið Cleveland Browns geti nákvæmlega ekki neitt þá verður að gefa þjálfara liðsins, Hue Jackson, það að hann stendur við stóru orðin. Á síðustu leiktíð vann Cleveland aðeins einn leik en tapaði fimmtán. Þá sagði Jackson að ef liðið myndi aftur enda 1-15 þá ætlaði hann að hoppa út í Erie-vatn sem er asskoti kalt. Ekki síst á þessum árstíma. Cleveland hefur tapaði öllum fimmtán leikjum sínum á tímabilinu og getur því besta falli jafnað sinn ömurlega árangur frá því í fyrra. Ef liðið tapar gegn Pittsburgh um helgina þá gæti Jackson tæknilega sloppið við að standa við stóru orðin en það mun hann ekki gera. „Hver ætlar að hoppa út í vatnið með mér?“ var það fyrsta sem Jackson sagði við blaðamenn á fundi í gær. „Ég lofaði þessu og verð að standa við það. Þetta er ekkert flókið. Maður hoppar bara ofan í. Vonandi mætir fullt af fólki að horfa á og við gerum þetta að skemmtilegum viðburði. Ég er ekki hrifinn af því að þurfa að gera þetta og ástæðan er ekki góð. Ég verð samt að standa við það sem ég segi.“ Þarna er loksins kominn viðburður sem getur skemmt stuðningsmönnum Browns en ætla má að þetta verði síðasta verk Jackson hjá félaginu.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira