Innlent

Ætla í viðræður um sameiningu fyrir austan fjall

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.
Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.
sveitarstjórnir Flóahreppur hefur þekkst boð Árborgar um viðræður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna tveggja auk Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Í svarbréfi til Árborgar óskar sveitarstjórn Flóahrepps eftir því að komið verði á viðræðum kjörinna sveitarstjórnarmanna um sameininguna en undirstrikar að þær viðræður fari fram „án allra skuldbindinga“.

Alls búa 648 manns í Flóahreppi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 594 og í Árborg er 8.471 íbúi. Samtals yrðu íbúar sameinaðs sveitarfélags þannig 9.713 sem er sambærilegt við Mosfellsbæ þar sem 9.783 bjuggu í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×