Stjörnurnar vísa veginn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. desember 2017 07:00 Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar