Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2017 11:30 Strákarnir á Pablo Discobar komnir í múnderinguna. Gunnsteinn stendur lengst til vinstri. Vísir/Stefán Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“ Tíska og hönnun Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“
Tíska og hönnun Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira