Travelade hefur lokið fjármögnun upp á 160 milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. desember 2017 09:46 Teymi Travelade og Crowberry Capital. travelade Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Er stjórn Travelade nú skipuð stofnendum þess Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðver Þór Árnasyni, ásamt Hjálmari Gíslasyni frá fjárfestingarfélaginu Investa og Heklu Arnardóttur frá Crowberry Capital. Andri Heiðar Kristinsson, annar stofnenda Travelade, segir fyrirtækið ætla að leggja land undir fót, eftir góða byrjun á Íslandi. „Markmið okkar er að gera það jafn auðvelt að finna afþreyingu fyrir draumaferðalagið og það er auðvelt að hlusta á tónlist á Spotify. Í dag er ekkert mál að bóka flug og gistingu á netinu, en kröfuharðir ferðalangar eiga erfitt með að finna einstakar upplifanir sem eru sérsniðnar að sínum ferðastíl. Svipað og þegar fólk byrjar að safna hugmyndum á Pinterest, þá auðveldum við hjá Travelade fólki að safna hugmyndum, hanna sitt draumaferðalag, og bóka alla afþreyingu á einum stað. Okkar ferðalag hófst á Íslandi en heimurinn er undir á næstu árum.“ Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn sem hefur vaxið ört frá því að www.travelade.com fór í loftið síðastliðið sumar. Yfir 200 þúsund ferðamenn hafa nýtt sér þjónustu Travelade sem gerir fólki kleift að finna og bóka afþreyingu eftir sínum persónulega ferðasmekk. „Þjónustan er nú þegar opin fyrir ferðamenn á leið til Íslands og Bosníu en fleiri lönd munu bætast við á næstunni. Markhópurinn er hin svokallaða Airbnb kynslóð, þ.e. fólk sem skipuleggur ferðir sínar sjálft á netinu og notast ekki við ferðaskrifstofur eða kaupir tilbúnar pakkaferðir. Framundan er ár mikils vaxtar hjá fyrirtækinu sem stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki í ferðatækni á alþjóðlega vísu,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Er stjórn Travelade nú skipuð stofnendum þess Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðver Þór Árnasyni, ásamt Hjálmari Gíslasyni frá fjárfestingarfélaginu Investa og Heklu Arnardóttur frá Crowberry Capital. Andri Heiðar Kristinsson, annar stofnenda Travelade, segir fyrirtækið ætla að leggja land undir fót, eftir góða byrjun á Íslandi. „Markmið okkar er að gera það jafn auðvelt að finna afþreyingu fyrir draumaferðalagið og það er auðvelt að hlusta á tónlist á Spotify. Í dag er ekkert mál að bóka flug og gistingu á netinu, en kröfuharðir ferðalangar eiga erfitt með að finna einstakar upplifanir sem eru sérsniðnar að sínum ferðastíl. Svipað og þegar fólk byrjar að safna hugmyndum á Pinterest, þá auðveldum við hjá Travelade fólki að safna hugmyndum, hanna sitt draumaferðalag, og bóka alla afþreyingu á einum stað. Okkar ferðalag hófst á Íslandi en heimurinn er undir á næstu árum.“ Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn sem hefur vaxið ört frá því að www.travelade.com fór í loftið síðastliðið sumar. Yfir 200 þúsund ferðamenn hafa nýtt sér þjónustu Travelade sem gerir fólki kleift að finna og bóka afþreyingu eftir sínum persónulega ferðasmekk. „Þjónustan er nú þegar opin fyrir ferðamenn á leið til Íslands og Bosníu en fleiri lönd munu bætast við á næstunni. Markhópurinn er hin svokallaða Airbnb kynslóð, þ.e. fólk sem skipuleggur ferðir sínar sjálft á netinu og notast ekki við ferðaskrifstofur eða kaupir tilbúnar pakkaferðir. Framundan er ár mikils vaxtar hjá fyrirtækinu sem stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki í ferðatækni á alþjóðlega vísu,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent