Norskur verktaki vill byggja risahótel á Húsavíkurhöfða Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Hótelið sem Fakta Bygg vill klára árið 2021 mun verða við Húsavíkurvita, skammt frá sjóböðunum eða nyrst í bænum. Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira