Innlent

Telja stjórnvöld ekki horfa til fólksfjölgunar

Baldur Guðmundsson skrifar
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað á síðustu árum.
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað á síðustu árum. vísir/GVA
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, auk Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, hafa sent nefndasviði Alþingis samhljóða athugasemdir vegna fjárlagafrumvarps ársins 2018. Þar segir að ekki hafi í áætlanagerð ríkisins verið tekið tillit til óvenju mikillar fólksfjölgunar á Suðurnesjum.

Fjárlaganefnd þurfi því að skoða sérstaklega fjárframlög ríkisins til stofnana og verkefna á svæðinu, til að íbúar búi við sömu þjónustu og íbúar annarra svæða landsins. Endurskoða þurfi forsendur fjárframlaga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×