Mikill vöxtur á netverslun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 19:56 Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira