Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2017 12:23 Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun