Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2017 12:23 Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun