Fótbolti

Emil áfram hjá Udinese

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emil verður áfram í svarthvítu
Emil verður áfram í svarthvítu vísir/getty
Emil Hallfreðsson hefur framlengt samning sinn við ítalska félagið Udinese og er nú skuldbundinn félaginu út júní 2020.

Fréttirnar koma nokkuð á óvart, en Emil hefur verið sterklega orðaður á förum frá félaginu síðustu vikur.

Emil er á sínu öðru ári hjá Udinese, en hann kom frá Verona í janúar 2016.

„Við erum ánægð með að halda áfram á þessu ferðalagi með Emil,“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, Franco Collavino. „Hann hefur sýnt að hann miðlar mikilli reynslu sem við metum mikils og er hann fyrirmynd fyrir unga leikmenn.“

Emil lék sinn 50. leik fyrir Udinese í vikunni þegar liðið tapaði fyrir Napólí í ítölsku bikarkeppninni.


Tengdar fréttir

Emil orðaður við endurkomu til Verona

Emil Hallfreðsson gæti yfirgefið Udinese í janúar þar sem hann fær ekki að spila nógu mikið með félaginu. Þessu greina ítalskir fjölmiðlar frá í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×