Björgvin Páll: Skjern er félag sem ég hef horft til síðustu ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Björgvin Páll í leik með Haukum. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30