Heimsleikarnir í sjálfstrausti: Þú á móti þér Indíana Nanna Jóhannsdóttir skrifar 22. desember 2017 08:30 Indíana Nanna Jóhannsdóttir Leikvangurinn er lífið og keppendurnir eru þú, þú og þú. Sjálfstraust er eitthvað sem við þurfum að æfa á hverjum degi og þegar kemur að úrslitastundinni þá skiptir undirbúningurinn öllu máli. En hver er úrslitastundin og hvenær á hún sér stað? Á hverjum einasta degi tökum við fullt, fullt af ákvörðunum: Hvað á ég að fá mér í morgunmat? Á ég að fara á æfingu seinnipartinn? Ætla ég að elda heima eða sækja skyndibita? Á ég að fá mér nammi eftir kvöldmat? Ætti ég að fara snemma að sofa eða á ég að horfa á einn þátt í viðbót? Þetta eru allt ákvarðanir sem virðast smávægilegar en þær geta spilað stóran þátt í andlegri og líkamlegri líðan. Endrum og eins stöndum við frammi fyrir því að taka stórar, erfiðar og jafnvel sársaukafullar ákvarðanir: Hvað ætla ég að gera eftir útskrift? Ætti ég að hætta í vinnunni og eltast við drauminn minn? Er það hér sem leiðir okkar skilja? Er þetta það sem ég virkilega vil? Erfiðar ákvarðanir og erfiðar líkamlegar æfingar eru ekki svo ólíkar. Hvort tveggja hjálpar okkur að vaxa. Ef ég nota alltaf sömu þyngd af lóðum og tek alltaf jafn margar endurtekningar þá breytist ekkert. Ef ég tek alltaf auðveldu leiðina út og sætti mig við allt, breytist heldur ekki mikið. Að taka erfiða ákvörðun, jafnvel sársaukafulla, ögrar okkur og styrkir. Tökum vel á móti krefjandi ákvörðunum og krefjandi æfingum, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar. Ef dagurinn í dag væri alltaf eins og dagurinn í gær og við mættum aldrei neinum áskorunum, hindrunum eða erfiðleikum þá fengjum við aldrei tækifæri til að læra og þroskast. Það er hægt að líta á allar þessar ákvarðanir, hvort sem þær eru litlar eða stórar, sem æfingar til að efla sjálfsímynd okkar. Verum dugleg að æfa okkur og styrkjum sjálfstraustið, það er mikilvægasti vöðvahópurinn.Indíana Nanna Jóhannsdóttir er 25 ára hóp- og fjarþjálfari, vefstjóri, bloggari og nemi í markþjálfun. Eftir 15 ár í handbolta snéri Indíana sér að annars konar hreyfingu en spilar þó enn með utandeild Stjörnunnar í Garðabæ. Líkamleg og andleg rækt eru aðaláhugamál hennar í dag en hún er nýr heilsupenni Glamour og mun skrifa um jákvætt hugarfar, sjálfstraust, líkamsrækt, mataræði, heilsusamlegan lífsstíl og allt þar á milli.Þessi pistill birtist í nóvemberblaði Glamour. Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour
Leikvangurinn er lífið og keppendurnir eru þú, þú og þú. Sjálfstraust er eitthvað sem við þurfum að æfa á hverjum degi og þegar kemur að úrslitastundinni þá skiptir undirbúningurinn öllu máli. En hver er úrslitastundin og hvenær á hún sér stað? Á hverjum einasta degi tökum við fullt, fullt af ákvörðunum: Hvað á ég að fá mér í morgunmat? Á ég að fara á æfingu seinnipartinn? Ætla ég að elda heima eða sækja skyndibita? Á ég að fá mér nammi eftir kvöldmat? Ætti ég að fara snemma að sofa eða á ég að horfa á einn þátt í viðbót? Þetta eru allt ákvarðanir sem virðast smávægilegar en þær geta spilað stóran þátt í andlegri og líkamlegri líðan. Endrum og eins stöndum við frammi fyrir því að taka stórar, erfiðar og jafnvel sársaukafullar ákvarðanir: Hvað ætla ég að gera eftir útskrift? Ætti ég að hætta í vinnunni og eltast við drauminn minn? Er það hér sem leiðir okkar skilja? Er þetta það sem ég virkilega vil? Erfiðar ákvarðanir og erfiðar líkamlegar æfingar eru ekki svo ólíkar. Hvort tveggja hjálpar okkur að vaxa. Ef ég nota alltaf sömu þyngd af lóðum og tek alltaf jafn margar endurtekningar þá breytist ekkert. Ef ég tek alltaf auðveldu leiðina út og sætti mig við allt, breytist heldur ekki mikið. Að taka erfiða ákvörðun, jafnvel sársaukafulla, ögrar okkur og styrkir. Tökum vel á móti krefjandi ákvörðunum og krefjandi æfingum, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar. Ef dagurinn í dag væri alltaf eins og dagurinn í gær og við mættum aldrei neinum áskorunum, hindrunum eða erfiðleikum þá fengjum við aldrei tækifæri til að læra og þroskast. Það er hægt að líta á allar þessar ákvarðanir, hvort sem þær eru litlar eða stórar, sem æfingar til að efla sjálfsímynd okkar. Verum dugleg að æfa okkur og styrkjum sjálfstraustið, það er mikilvægasti vöðvahópurinn.Indíana Nanna Jóhannsdóttir er 25 ára hóp- og fjarþjálfari, vefstjóri, bloggari og nemi í markþjálfun. Eftir 15 ár í handbolta snéri Indíana sér að annars konar hreyfingu en spilar þó enn með utandeild Stjörnunnar í Garðabæ. Líkamleg og andleg rækt eru aðaláhugamál hennar í dag en hún er nýr heilsupenni Glamour og mun skrifa um jákvætt hugarfar, sjálfstraust, líkamsrækt, mataræði, heilsusamlegan lífsstíl og allt þar á milli.Þessi pistill birtist í nóvemberblaði Glamour.
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour