Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:55 Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjararáð Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjararáð Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira