Erlendar fjárfestingar tvöfölduðust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. desember 2017 21:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Erlendar fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði tvöfölduðust milli ára og hafa ekki verið meiri frá hruni. Forstjóri Kauphallarinnar segir að stjórnarslit og innreið Costco hafi sett mark sitt á árið. Erlendar fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa ekki verið meiri frá hruni og er einnig mikill erlendur áhugi á fyrirtækjum utan markaðar að sögn forstjóra Kauphallarinnar sem telur þetta bera vott um aukið traust á íslenska efnhagskerfinu. „Þeir hafa nettó komið með þrjátíu milljarða inn á íslenskan hlutabréfamarkað. Ef maður setur það í hlutfall við markaðinn, sem er um 800 milljarðar að stærð að þá munar um minna. Þetta er nokkurn veginn tvöföldun í stöðu erlendra fjárfesta í stöðu á íslenska markaðnum á þessu ári," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Þrátt fyrir þetta sýna nokkrar lykiltölur heldur rólegan markað á árinu. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 5,3% og arðgreiðslur skráðra félaga drógust saman milli ára. Páll segir markaðinn hafa verið í tveimur hornum og eru skilin skýr þegar litið er til mestu hækkana og lækkana ársins. Páll segir fjarskipta- og tryggingafélögum hafa gengið áberandi betur en öðrum. „Smásölugeirinn hefur auðvitað fundið fyrir innkomu Costo. Það olli svona vissum tirtingi á markaði þó þessum félögum gangi ágætlega í sínum rekstri en þetta hefur haft áhrif á gengi þeirra á árinu," segir Páll. Einingis eitt nýtt félag var skráð á markað á árinu en stjórnarslitin höfðu þar áhrif og ullu því að félagið Heimavellir hætti til dæmis við skráningu. Horfurnar eru þó bjartari á næsta ári að sögn Páls. „Kvika banki hefur tilkynnt um áform um það að koma inn á markað og að það verði fljótlega. Jafnframt hafa Heimavellir sagt það opinberlega að þeir stefni á skráningu á fyrsta ársfjórðungi og svo vitum við af því að Arion banki hefur verið að velta skráningu á hlutabréfamarkað fyrir sér," segir Páll.Hvenær telurðu að það gæti orðið? „Já ég vona, ef að ákvörðun verður tekin um skráningu, að það gæti orðið á fyrri hluta ársins," segir Páll að lokum. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Erlendar fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði tvöfölduðust milli ára og hafa ekki verið meiri frá hruni. Forstjóri Kauphallarinnar segir að stjórnarslit og innreið Costco hafi sett mark sitt á árið. Erlendar fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa ekki verið meiri frá hruni og er einnig mikill erlendur áhugi á fyrirtækjum utan markaðar að sögn forstjóra Kauphallarinnar sem telur þetta bera vott um aukið traust á íslenska efnhagskerfinu. „Þeir hafa nettó komið með þrjátíu milljarða inn á íslenskan hlutabréfamarkað. Ef maður setur það í hlutfall við markaðinn, sem er um 800 milljarðar að stærð að þá munar um minna. Þetta er nokkurn veginn tvöföldun í stöðu erlendra fjárfesta í stöðu á íslenska markaðnum á þessu ári," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Þrátt fyrir þetta sýna nokkrar lykiltölur heldur rólegan markað á árinu. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 5,3% og arðgreiðslur skráðra félaga drógust saman milli ára. Páll segir markaðinn hafa verið í tveimur hornum og eru skilin skýr þegar litið er til mestu hækkana og lækkana ársins. Páll segir fjarskipta- og tryggingafélögum hafa gengið áberandi betur en öðrum. „Smásölugeirinn hefur auðvitað fundið fyrir innkomu Costo. Það olli svona vissum tirtingi á markaði þó þessum félögum gangi ágætlega í sínum rekstri en þetta hefur haft áhrif á gengi þeirra á árinu," segir Páll. Einingis eitt nýtt félag var skráð á markað á árinu en stjórnarslitin höfðu þar áhrif og ullu því að félagið Heimavellir hætti til dæmis við skráningu. Horfurnar eru þó bjartari á næsta ári að sögn Páls. „Kvika banki hefur tilkynnt um áform um það að koma inn á markað og að það verði fljótlega. Jafnframt hafa Heimavellir sagt það opinberlega að þeir stefni á skráningu á fyrsta ársfjórðungi og svo vitum við af því að Arion banki hefur verið að velta skráningu á hlutabréfamarkað fyrir sér," segir Páll.Hvenær telurðu að það gæti orðið? „Já ég vona, ef að ákvörðun verður tekin um skráningu, að það gæti orðið á fyrri hluta ársins," segir Páll að lokum.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira