„Ég ræð ekkert við þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:30 Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48