Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Oprah Winfrey, forseti Bandaríkjanna? vísir/afp Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira