Vilja banna sölu á límgildrum sem ekki má nota Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 20:00 Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira