„Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:00 Tanja Dögg Björnsdóttir ætlar að hjálpa fólki á netinu að takast á við vægan kvíða og þunglyndi. Vísir/Eyþór Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur hjá Domus Mentis opnar á næstu mánuðum vefsíðuna Mín líðan sem mun bjóða upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum kvíða og þunglyndis. Verkefnið hlaut á dögunum sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en hefur einnig fengið fleiri styrki, þar á meðal frá Velferðarráðuneytinu. „Í vor skrifaði ég undir samstarfssamning við Velferðarráðuneytið og hlaut líka styrk.“ Þægilegt meðferðarúrræði Tanja Dögg segir að samstarfið við Velferðarráðuneytið felist meðal annars í því að fyrirtækið mun gefa ráðuneytinu tölfræðiupplýsingar um þá sem nýta sér þessa sálfræðimeðferð, á hvaða aldri einstaklingarnir eru, hvort fólk á landsbyggðinni nýti sér frekar þjónustuna og svo framvegis. Tanja Dögg útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2015 og fékk hún hugmyndina að þessu verkefni þegar hún var í námi. „Þá fór ég að sjá hvað þetta er algengt meðferðarúrræði í öðrum löndum og að þetta vantaði hér á Íslandi.“ Mín líðan meðferðarúrræðið er á forvarnar- og frumstigi geðheilbrigðisþjónustu þar sem lögð er áhersla á geðfræðslu, kennslu hagnýtra aðferða hugrænnar atferlismeðferðar, gagnvirkar æfingar auk þess sem sjúklingarnir fá einstaklingsmiðaða endurgjöf á verkefni og gagnvirkar æfingar frá sálfræðingi. Markmiðið með verkefninu er aukið aðgengi að hagkvæmri sálfræðiþjónustu. "Meðferðin hentar í raun og veru bara öllum sem hafa næga tölvuþekkingu,“ segir Tanja um meðferðarúrræðið.Vísir/Getty „Þetta er auðvitað ótrúlega þægileg leið til þess að fá sálfræðimeðferð. Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð. Meðal annars er þetta ódýrari meðferð en þú færð mikið fyrir peninginn.“ Tanja segir að hefðbundin sálfræðimeðferð á stofu sé um tíu til tuttugu viðtöl og kosti yfirleitt á bilinu tólf til fimmtán þúsund krónur hver tími. „Þannig að það er mjög kostnaðarsamt að leita sér hjálpar. Ég tel að þetta meðferðarúrræði muni hvetja fleiri til að leita sér hjálpar við vægari einkennum þunglyndis og kvíða.“ Meðferðin sem Tanja ætlar að bjóða upp á mun kosta brot af því verði. Tíu tíma meðferð mun jafnvel kosta þriðjung af þeirri upphæð sem þyrfti að borga fyrir sálfræðimeðferð á stofu. Vonar Tanja að þetta gefi fleirum tækifæri til að leita til sálfræðings. Hvar og hvenær sem er „Kosturinn við þetta meðferðarúrræði er að það er enginn biðtími svo hægt er að hefja meðferð hvenær sem er. Þetta er líka mjög aðgengilegt fyrir fólk, því þú getur sinnt meðferðinni hvar og hvenær sem er.“ Þessi meðferð ætti því að henta vel þeim sem ekki hafa greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. „Til dæmis þeir sem búa úti á landi þar sem aðgangur að sálfræðiþjónustu er takmarkaður, eða fólk sem kemst ekki til sálfræðings á dagvinnutíma. Svo er líka kostur að þurfa ekki að taka frí frá vinnu til að mæta, gott er að geta gert þetta frekar heima í rólegheitum.“ Tanja segir að meðferðin sé fyrir fólk með vægan vanda, væg kvíða- og/eða þunglyndiseinkenni. „Þetta fer þannig fram að öll samskipti á milli skjólstæðings og sálfræðings fara fram í gegnum vefsíðu meðferðarinnar.“ Markhópurinn fyrir meðferðarúrræði sem þetta er allir sem hafa aðgang að tölvu og vilja bæta andlega heilsu. „Meðferðin hentar öllum sem hafa næga tölvuþekkingu. Áður en fólk hefur meðferð hjá okkur er því boðið að svara spurningalista til þess að athuga hvort meðferðin henti miðað við alvarleika einkenna.“ Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur.Vísir/Eyþór Gagnvirkar æfingar og verkefni Komi í ljós eftir að meðferð er hafin að annað meðferðarúrræði henti betur er skjólstæðingnum þá vísað áfram á annan stað. Fólk hittir ekki sálfræðinginn eða sér hann augliti til auglitis heldur er aðeins um netsamskipti að ræða. „Meðferðin er tíu meðferðartímar og er miðað við að skjólstæðingurinn taki einn tíma á viku. Við erum bæði með æfingar sem eru gagnvirkar og svo erum við með verkefni sem skjólstæðingur fær endurgjöf á innan tveggja til þriggja daga frá því hann skilar inn. Skjólstæðingurinn getur líka alltaf átt í samskiptum við sinn sálfræðing í gegnum heimasvæði meðferðarinnar, ef hann á í vandræðum eða þarf stuðning.“ Tanja verður sennilega eini sálfræðingurinn á síðunni þegar hún opnar. Hún ætlar þó að ráða mjög fljótlega einn til tvo sálfræðinga með sér. Stefnt er á að opna síðuna 1. mars næstkomandi. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur og unnusti Tönju hefur hjálpað henni mikið með verkefnið og „viðskiptahliðina á þessu öllu saman.“ Það er gífurlega mikil vinna sem fer í að koma svona meðferð af stað og eru nú komin rúmlega tvö ár síðan Tanja fékk þessa hugmynd. „Ég byrjaði að vinna að henni haustið 2015. Eg fór á námskeiðið Brautargengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem er fyrir konur sem vilja þróa eigin viðskiptahugmynd. Síðan þá hef ég verið að búa til þessar meðferðir.“ Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein algengasta gagnreynda sálfræðimeðferðin við þunglyndi og kvíða og hefur verið notuð í mörg ár með góðum árangri. Meðferðin byggir á árangursríkum, vísindalegum aðferðum sem snúast um að kenna fólki nýjar leiðir til að takast á við andlega vanlíðan. Í hugrænni atferlismeðferð lærir þú að draga úr vanlíðan með því að breyta hvernig þú hugsar og hegðar þér. Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur hjá Domus Mentis opnar á næstu mánuðum vefsíðuna Mín líðan sem mun bjóða upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum kvíða og þunglyndis. Verkefnið hlaut á dögunum sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en hefur einnig fengið fleiri styrki, þar á meðal frá Velferðarráðuneytinu. „Í vor skrifaði ég undir samstarfssamning við Velferðarráðuneytið og hlaut líka styrk.“ Þægilegt meðferðarúrræði Tanja Dögg segir að samstarfið við Velferðarráðuneytið felist meðal annars í því að fyrirtækið mun gefa ráðuneytinu tölfræðiupplýsingar um þá sem nýta sér þessa sálfræðimeðferð, á hvaða aldri einstaklingarnir eru, hvort fólk á landsbyggðinni nýti sér frekar þjónustuna og svo framvegis. Tanja Dögg útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2015 og fékk hún hugmyndina að þessu verkefni þegar hún var í námi. „Þá fór ég að sjá hvað þetta er algengt meðferðarúrræði í öðrum löndum og að þetta vantaði hér á Íslandi.“ Mín líðan meðferðarúrræðið er á forvarnar- og frumstigi geðheilbrigðisþjónustu þar sem lögð er áhersla á geðfræðslu, kennslu hagnýtra aðferða hugrænnar atferlismeðferðar, gagnvirkar æfingar auk þess sem sjúklingarnir fá einstaklingsmiðaða endurgjöf á verkefni og gagnvirkar æfingar frá sálfræðingi. Markmiðið með verkefninu er aukið aðgengi að hagkvæmri sálfræðiþjónustu. "Meðferðin hentar í raun og veru bara öllum sem hafa næga tölvuþekkingu,“ segir Tanja um meðferðarúrræðið.Vísir/Getty „Þetta er auðvitað ótrúlega þægileg leið til þess að fá sálfræðimeðferð. Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð. Meðal annars er þetta ódýrari meðferð en þú færð mikið fyrir peninginn.“ Tanja segir að hefðbundin sálfræðimeðferð á stofu sé um tíu til tuttugu viðtöl og kosti yfirleitt á bilinu tólf til fimmtán þúsund krónur hver tími. „Þannig að það er mjög kostnaðarsamt að leita sér hjálpar. Ég tel að þetta meðferðarúrræði muni hvetja fleiri til að leita sér hjálpar við vægari einkennum þunglyndis og kvíða.“ Meðferðin sem Tanja ætlar að bjóða upp á mun kosta brot af því verði. Tíu tíma meðferð mun jafnvel kosta þriðjung af þeirri upphæð sem þyrfti að borga fyrir sálfræðimeðferð á stofu. Vonar Tanja að þetta gefi fleirum tækifæri til að leita til sálfræðings. Hvar og hvenær sem er „Kosturinn við þetta meðferðarúrræði er að það er enginn biðtími svo hægt er að hefja meðferð hvenær sem er. Þetta er líka mjög aðgengilegt fyrir fólk, því þú getur sinnt meðferðinni hvar og hvenær sem er.“ Þessi meðferð ætti því að henta vel þeim sem ekki hafa greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. „Til dæmis þeir sem búa úti á landi þar sem aðgangur að sálfræðiþjónustu er takmarkaður, eða fólk sem kemst ekki til sálfræðings á dagvinnutíma. Svo er líka kostur að þurfa ekki að taka frí frá vinnu til að mæta, gott er að geta gert þetta frekar heima í rólegheitum.“ Tanja segir að meðferðin sé fyrir fólk með vægan vanda, væg kvíða- og/eða þunglyndiseinkenni. „Þetta fer þannig fram að öll samskipti á milli skjólstæðings og sálfræðings fara fram í gegnum vefsíðu meðferðarinnar.“ Markhópurinn fyrir meðferðarúrræði sem þetta er allir sem hafa aðgang að tölvu og vilja bæta andlega heilsu. „Meðferðin hentar öllum sem hafa næga tölvuþekkingu. Áður en fólk hefur meðferð hjá okkur er því boðið að svara spurningalista til þess að athuga hvort meðferðin henti miðað við alvarleika einkenna.“ Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur.Vísir/Eyþór Gagnvirkar æfingar og verkefni Komi í ljós eftir að meðferð er hafin að annað meðferðarúrræði henti betur er skjólstæðingnum þá vísað áfram á annan stað. Fólk hittir ekki sálfræðinginn eða sér hann augliti til auglitis heldur er aðeins um netsamskipti að ræða. „Meðferðin er tíu meðferðartímar og er miðað við að skjólstæðingurinn taki einn tíma á viku. Við erum bæði með æfingar sem eru gagnvirkar og svo erum við með verkefni sem skjólstæðingur fær endurgjöf á innan tveggja til þriggja daga frá því hann skilar inn. Skjólstæðingurinn getur líka alltaf átt í samskiptum við sinn sálfræðing í gegnum heimasvæði meðferðarinnar, ef hann á í vandræðum eða þarf stuðning.“ Tanja verður sennilega eini sálfræðingurinn á síðunni þegar hún opnar. Hún ætlar þó að ráða mjög fljótlega einn til tvo sálfræðinga með sér. Stefnt er á að opna síðuna 1. mars næstkomandi. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur og unnusti Tönju hefur hjálpað henni mikið með verkefnið og „viðskiptahliðina á þessu öllu saman.“ Það er gífurlega mikil vinna sem fer í að koma svona meðferð af stað og eru nú komin rúmlega tvö ár síðan Tanja fékk þessa hugmynd. „Ég byrjaði að vinna að henni haustið 2015. Eg fór á námskeiðið Brautargengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem er fyrir konur sem vilja þróa eigin viðskiptahugmynd. Síðan þá hef ég verið að búa til þessar meðferðir.“ Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein algengasta gagnreynda sálfræðimeðferðin við þunglyndi og kvíða og hefur verið notuð í mörg ár með góðum árangri. Meðferðin byggir á árangursríkum, vísindalegum aðferðum sem snúast um að kenna fólki nýjar leiðir til að takast á við andlega vanlíðan. Í hugrænni atferlismeðferð lærir þú að draga úr vanlíðan með því að breyta hvernig þú hugsar og hegðar þér.
Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira