„Framkvæmdatími“ Trump fer í sjónvarp, símtöl og tíst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 10:36 Trump finnst gott að halda til í íbúð sinni, horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta, fram eftir morgni. Vísir/AFP Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann. Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann.
Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira