Varnarleikurinn í fyrirrúmi er Jaguars sendi Bills í frí Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. janúar 2018 21:22 Koyack fagnar snertimarki sínu sem skildi liðin að. Vísir/getty Jacksonville Jaguars mætir Pittsburgh Steelers í undanúrslitum Ameríku-deildarinnar í NFL eftir 10-3 sigur gegn Buffalo Bills á heimavelli. Var þetta langþráður leikur hjá báðum liðum, fyrsti leikur Bills í úrslitakeppninni í nítján ár en fyrsti leikur Jacksonville í úrslitakeppninni í tíu ár. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og áttu leikstjórnendur í mestu vandræðum með að koma boltanum niður völlinn. Bills komu fyrstu stigunum á töfluna þegar Steve Hauscka sparkaði fyrir vallarmarki undir lok fyrri hálfleiks en heimamönnum tókst að svara með góðri sókn og jafna metin. Eina snertimark leiksins kom svo undir lok þriðja leikhluta þegar Blake Bortles kastaði á útherjann Ben Koyack af stuttu færi en þetta var aðeins annað snertimark hans á ferlinum. Bortles tók áhættu og kastaði þegar aðeins einn yardi var eftir í stað þess að sparka fyrir vallarmarki og það borgaði sig heldur betur. Bills áttu nokkrar þokkalegar sóknir eftir það en náðu aldrei að komast nægilega langt til að koma stigum á töfluna. Fór svo að Tyrod Taylor meiddist í lokasókninni og kom varamaðurinn Nathan Peterman inná í hans stað og kastaði boltanum frá sér til að innsigla sigur Jaguars. Þeir mæta því Pittsburgh Steelers í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar á Heinz Field en heimamenn teljast vera líklegri aðilinn þar. Það er hinsvegar ekki langt síðan Jaguars fóru til Pittsburgh og unnu sannfærandi 30-9 sigur þar sem þeir gripu fimm bolta frá leikstjórnanda Steelers, Stóra Ben NFL Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira
Jacksonville Jaguars mætir Pittsburgh Steelers í undanúrslitum Ameríku-deildarinnar í NFL eftir 10-3 sigur gegn Buffalo Bills á heimavelli. Var þetta langþráður leikur hjá báðum liðum, fyrsti leikur Bills í úrslitakeppninni í nítján ár en fyrsti leikur Jacksonville í úrslitakeppninni í tíu ár. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og áttu leikstjórnendur í mestu vandræðum með að koma boltanum niður völlinn. Bills komu fyrstu stigunum á töfluna þegar Steve Hauscka sparkaði fyrir vallarmarki undir lok fyrri hálfleiks en heimamönnum tókst að svara með góðri sókn og jafna metin. Eina snertimark leiksins kom svo undir lok þriðja leikhluta þegar Blake Bortles kastaði á útherjann Ben Koyack af stuttu færi en þetta var aðeins annað snertimark hans á ferlinum. Bortles tók áhættu og kastaði þegar aðeins einn yardi var eftir í stað þess að sparka fyrir vallarmarki og það borgaði sig heldur betur. Bills áttu nokkrar þokkalegar sóknir eftir það en náðu aldrei að komast nægilega langt til að koma stigum á töfluna. Fór svo að Tyrod Taylor meiddist í lokasókninni og kom varamaðurinn Nathan Peterman inná í hans stað og kastaði boltanum frá sér til að innsigla sigur Jaguars. Þeir mæta því Pittsburgh Steelers í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar á Heinz Field en heimamenn teljast vera líklegri aðilinn þar. Það er hinsvegar ekki langt síðan Jaguars fóru til Pittsburgh og unnu sannfærandi 30-9 sigur þar sem þeir gripu fimm bolta frá leikstjórnanda Steelers, Stóra Ben
NFL Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira