Ingi Þór um stigalausa leikhlutann: Sorglegt að bjóða upp á þetta 6. janúar 2018 21:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.” Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta. „Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00 Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.” Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta. „Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00 Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00
Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33