Leiðakerfisbreytingar Strætó taka gildi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2018 18:43 Umfangsmiklar breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi Strætó munu taka gildi á morgun, sunnudaginn 7. janúar. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin eða sem því næst.Leiðakerfisbreytingar:Leið 6 mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst vel. Leið 6 styttist einnig og mun hún eftir breytingar enda og byrjar ferðir sínar í Spöng í stað Mosfellsbæjar.Leið 7 ekur þann hluta sem klipptur var af leið 6. Helgafellslandið og Leirvogstunga bætast einnig við sem nýir áfangastaðir.Leið 28 verður stytt og mun leiðin ekki lengur aka í Mjódd. Leiðin mun í staðinn aka milli Hamraborgar og Dalaþings.Leið 2 mun aka þann hluta sem klipptur var af leið 28, þ.e. um Kórahverfið og í Mjódd.Leið 21 hættir að aka um Bæjarhraun og Hólshraun í Hafnarfirði. Leiðin mun í staðinn aka um Arnarnesveg, Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg framhjá Smáralind í báðar áttir. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.Leið 35 hefur hingað til einungis ekið hringinn sinn réttsælis og tveir vagnar hafa verið settir á leiðina á annatímum. Eftir breytingarnar 7. janúar munu tveir vagnar aka leið 35 allan daginn; annar þeirra ekur hringinn réttsælis og hinn ekur hringinn rangsælis.Næturakstur úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum verður aðfaranætur laugar- og sunnudags milli klukkan 01:00-04:30, eða sem því næst. Næturaksturinn hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar.Sex leiðir verða í næturakstrinum:Leið 101 – HafnarfjörðurLeið 102 – KópavogurLeið 103 – BreiðholtLeið 105 – NorðlingaholtLeið 106 – MosfellsbærLeið 111 - Seltjarnarnes Næturvagnarnir munu annað hvort byrja akstur við Stjórnarráðið eða á Hlemmi. Fólk getur einungis tekið á vagnana á biðstöðvum í áttina út úr miðbænum. Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta geta hins vegar notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Einungis verður gefinn upp brottfarartími úr miðbænum. Vagnarnir munu því ekki fylgja sérstakri tímaáætlun eftir að lagt er af stað frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu. Farþegar sem vilja taka vagnana á öðrum biðstöðvum er því ráðlagt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í appinu. Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi Strætó munu taka gildi á morgun, sunnudaginn 7. janúar. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin eða sem því næst.Leiðakerfisbreytingar:Leið 6 mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst vel. Leið 6 styttist einnig og mun hún eftir breytingar enda og byrjar ferðir sínar í Spöng í stað Mosfellsbæjar.Leið 7 ekur þann hluta sem klipptur var af leið 6. Helgafellslandið og Leirvogstunga bætast einnig við sem nýir áfangastaðir.Leið 28 verður stytt og mun leiðin ekki lengur aka í Mjódd. Leiðin mun í staðinn aka milli Hamraborgar og Dalaþings.Leið 2 mun aka þann hluta sem klipptur var af leið 28, þ.e. um Kórahverfið og í Mjódd.Leið 21 hættir að aka um Bæjarhraun og Hólshraun í Hafnarfirði. Leiðin mun í staðinn aka um Arnarnesveg, Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg framhjá Smáralind í báðar áttir. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.Leið 35 hefur hingað til einungis ekið hringinn sinn réttsælis og tveir vagnar hafa verið settir á leiðina á annatímum. Eftir breytingarnar 7. janúar munu tveir vagnar aka leið 35 allan daginn; annar þeirra ekur hringinn réttsælis og hinn ekur hringinn rangsælis.Næturakstur úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum verður aðfaranætur laugar- og sunnudags milli klukkan 01:00-04:30, eða sem því næst. Næturaksturinn hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar.Sex leiðir verða í næturakstrinum:Leið 101 – HafnarfjörðurLeið 102 – KópavogurLeið 103 – BreiðholtLeið 105 – NorðlingaholtLeið 106 – MosfellsbærLeið 111 - Seltjarnarnes Næturvagnarnir munu annað hvort byrja akstur við Stjórnarráðið eða á Hlemmi. Fólk getur einungis tekið á vagnana á biðstöðvum í áttina út úr miðbænum. Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta geta hins vegar notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Einungis verður gefinn upp brottfarartími úr miðbænum. Vagnarnir munu því ekki fylgja sérstakri tímaáætlun eftir að lagt er af stað frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu. Farþegar sem vilja taka vagnana á öðrum biðstöðvum er því ráðlagt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í appinu.
Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira