Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Ingvar Þór Björnsson skrifar 6. janúar 2018 11:51 Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Vísir/Anton Brink Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira